VIÐ TRÚUM

Jesús er sonur Guðs

Jesús er jafn Guði og Heilögum anda. Jesús kom í heiminn og lifði syndlausu lífi. Hann var fullkomin fórn fyrir syndir alls heimsins þegar hann dó á krossinum. Hann reis upp á þriðja degi og vann sigur yfir syndinni og dauðanum. Hann steig upp til himna og mun koma aftur til að sækja kirkju sína.

 

Heilagur andi lifir í sérhverjum kristnum einstakling

Heilagur andi er jafn Guði föður og syni hans Jesú. Hann er mitt á meðal í heiminum til að opinbera fyrir mönnum þörf þeirra á Jesú Kristi. Hann veitir okkur kraft til að ganga með Guði, andlegagn skilning og leiðbeiningu á að gera það sem rétt er. Hann gefur sérhverjum trúuðum andlegar gjafir. Sem kristnir einstaklingar leitumst við að því að lifa undir hans leiðsögn.

 

Biblían er orð Guðs til okkar

Biblían er skrifuð af mönnum, undir yfirnáttúrulegri handleiðslu Heilags anda. Hún er grundvöllur kristinna manna til lífsins. Þar sem hún er innblásin af Guði, er hún sönn.

 

Maðurinn er sköpun Guðs

Maðurinn er skapaður í Guðs mynd, við höfum anda sem er líkur Guði. Þó að allir menn hafi alla möguleika á að gera það sem er rétt, syndgum við geng Guði með óhlýðni við hans orð. Syndin fjarlægir okkur frá Guði og veldur mörgum vandamálum í lífum okkar.

 

Frelsi er Guðs gjöf til okkar, en við þurfum að taka á móti því

Við getum aldrei borgað fyrir syndir okkar með því að verða betri eða gera góð verk. Aðeins með því að treysta því að Jesús Kristur sé Guðs fórn fyrir syndir okkar og að hann fyrirgefi okkur allt sem við höfum gert rangt. Þegar við snúum okkur til Jesú og látum líf okkar í hans hendur erum við frelsuð. Eilíft líf byrjar um leið og við tökum á móti honum í líf okkar.

 

Skírnin er táknmynd á dauða og upprisu Jesú Krists

Þegar við höfum tekið á móti Jesú sem frelsara okkar, þá er skírnin leið fyrir okkur að lýsa yfir opinberlega nýju lífi í Kristi. Skírnin er líka hlýðniskref byggt á skipun Jesú. Með því að taka skírn fylgjum við fordæmi Jesú, sem tók sjálfur skírn.