Vetrarstarfið komið af stað

Nú er vetrarstarfið komið á fullt skrið. 

Unglingastarfið færist frá fimmtudögum yfir á föstudaga og verður fyrsta föstudagssamkoman 2. september kl. 20:00. Hvetjum unglingana okkar til að mæta og taka þátt í spennandi unglingastarfi.

Barnastarfið hefur verið í sumarfríi en það byrjar aftur sunnudaginn 4. september kl. 11:00. Mætum með börnin okkar, barnabörn, frænkur og frændur og vini barnanna okkar.

Það er spennandi vetur framundan í öllum deildum kirkjunnar. Það eru allir velkomnir, við erum Vegurinn - kirkja fyrir þig.

Kick off

Helgina 26. - 28. ágúst verður Kick Off helgi í Veginum þar sem við göngum með krafti inn í vetrarstarfið.

Við erum full trúar, hugsum stórt og göngum út á vatnið.

Við trúum því að Guð sé með okkur og hafi stóra hluti fyrir kirkju Krists á Íslandi.

Tökum stöðu okkar, stöndum saman og tökum þátt í verki Guðs á Íslandi.

 

Föstudagur kl. 20:00

Samkoma - Hálfdán Gunnarsson

Laugardagur kl. 10:00-14:00

Leiðtogar kynna hin ýmsu störf innan kirkjunnar

Hádegismatur

Workshop - Vinnuhópar

Laugardagur kl. 20:00

Samkoma - Ólafur Haukur Ólafsson

Sunnudagur kl. 20:00

Samkoma - Hálfdán Gunnarsson

 

ÞAÐ ERU ALLIR VELKOMNIR

Biblíu app

Hér er frítt biblíu app í símann. Frábært app sem hjálpar okkur að lesa orð Guðs á hverjum degi. Þú getur farið eftir alls konar áætlanir, allt frá því að lesa alla Biblíuna á einu ári niður í 3 daga áætlanir t.d. Að finna raunverulega hamingju.

Lesum orð Guðs því það er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. Hebreabréfið 4:12

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. Sálmur 119:9

https://www.bible.com/app

Nýr forstöðumaður Vegarins

Sunnudaginn 1. maí var Hálfdán Gunnarsson settur inn sem forstöðumaður Vegarins. Hálfdán Gunnarsson hefur verið í kirkjunni frá upphafi, farið í gegnum barnastarf og unglingastarf, verið unglingaleiðtogi og lofgjörðarleiðtogi. Hann er kvæntur Ásdísi Björgu Kristinsdóttur og eiga þau þrjár dætur.

Athöfnin var vel heppnuð og komu forstöðumenn og gestir úr öðrum kirkjum og sýndu stuðning og blessun.

Við óskum Hálfdáni til hamingju og óskum honum velferðar í þessu nýja starfi.