Biblíu app

Hér er frítt biblíu app í símann. Frábært app sem hjálpar okkur að lesa orð Guðs á hverjum degi. Þú getur farið eftir alls konar áætlanir, allt frá því að lesa alla Biblíuna á einu ári niður í 3 daga áætlanir t.d. Að finna raunverulega hamingju.

Lesum orð Guðs því það er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. Hebreabréfið 4:12

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. Sálmur 119:9

https://www.bible.com/app

Nýr forstöðumaður Vegarins

Sunnudaginn 1. maí var Hálfdán Gunnarsson settur inn sem forstöðumaður Vegarins. Hálfdán Gunnarsson hefur verið í kirkjunni frá upphafi, farið í gegnum barnastarf og unglingastarf, verið unglingaleiðtogi og lofgjörðarleiðtogi. Hann er kvæntur Ásdísi Björgu Kristinsdóttur og eiga þau þrjár dætur.

Athöfnin var vel heppnuð og komu forstöðumenn og gestir úr öðrum kirkjum og sýndu stuðning og blessun.

Við óskum Hálfdáni til hamingju og óskum honum velferðar í þessu nýja starfi.