VIÐ ELSKUM GUÐ

VIÐ ELSKUM FÓLK

ÞAÐ ERU ALLIR VELKOMNIR

Í BEINNI

Tilkynning vegna COVID 19 – breytt samkomuhald

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu þar sem veiran Covid-19 er farin að smitast innanlands og tilkynninga heilbrigðisráðherra um samkomubann fellur allt samkomuhald í kirkjunni niður frá og með föstudeginum 13.03.2020 þar til samkomubanni verður aflétt.

Hægt verður að horfa á samkomur á facebook-síðu Vegarins á sunnudögum kl.17:00 -18:00 sem verða haldnar fyrir mannlausum sal.


Við hvetjum ykkur til að vera með okkur á netinu og leyfið okkur að finna fyrir ykkur þar.

Á meðan við grípum til þessarar aðgerða viljum við minna á það er munur á því að lifa í ótta eða taka ábyrgð. Flest okkar höfum ekkert að óttast en öll viljum við sýna ábyrgð gagnvart þeim sem eru í áhættuhóp og fara eftir fyrirmælum stjórnvalda í því að lágmarka útbreiðslu veirunnar.

 

Fyrir hönd leiðtoga kirkjunnar

Hálfdán Gunnarsson

ÞAÐ ERU ALLIR VELKOMNIR

Hvar sem þú ert í lífinu, þá hefur þú tilgang. Í Veginum þá hjálpum við þér að verða sú manneskja sem Guð skapaði þig til.

KIRKJAN

Kirkjan er ekki bygging – kirkjan er fólk sem kemur saman um nafnið Jesús.

SAMKOMUR

Það eru samkomur hjá okkur alla sunnudaga kl. 17:00.

Vertu með í því sem er að gerast

Með appinu getur þú nálgast það sem er að gerast í kirkjunni, predikanir, viðburði og fleira. Þú getur tengst heimasíðu okkar, www.vegurinn.is og samfélagsmiðlum, facebook og instagram. Þú getur sent inn bænarefni, fengið áminningu um það sem er að gerast og margt fleira.

Náðu í Vegar appið

HÉR ERU FJÖGUR ATRIÐI SEM HJÁLPA ÞÉR AÐ VAXA Í SAMFÉLAGI VIÐ GUÐ

Hvar sem þú ert í lífinu þá hefur þú tilgang og skiptir máli. Við viljum hjálpa þér að verða sá einstaklingur sem Guð hefur skapað þig til að vera.

LESTU

Lestu í Biblíunni á hverjum degi. Byrjaðu í Jóhannesarguðspjalli og lestu einn kafla á dag.

SAMFÉLAG VIÐ GUÐ

Þú getur nálgast Guð á hverjum degi með bæn.

TAKTU ÞÁTT

Taktu þátt í staðbundinni kirkju sem kennir orð Guðs.

LÁTTU AÐRA VITA

Láttu aðra vita hvað Guð hefur gert í þínu lífi.