Aðalfundur 2018

Aðalfundur Vegarins verður haldinn Miðvikudaginn 16.05.2018 kl 19:30
Nánari dagskrá auglýst síðar

Biblíu app

Hér er frítt biblíu app í símann. Frábært app sem hjálpar okkur að lesa orð Guðs á hverjum degi. Þú getur farið eftir alls konar áætlanir, allt frá því að lesa alla Biblíuna á einu ári niður í 3 daga áætlanir t.d. Að finna raunverulega hamingju.

Lesum orð Guðs því það er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. Hebreabréfið 4:12

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. Sálmur 119:9

https://www.bible.com/app

Haustmót 2017

Dagana 22. - 25. september verður Thomas Jonsson gestur okkar í Veginum. Thomas er sannur vinur kirkjunnar og var síðast hjá okkur í upphafi vetrar 2016.

Thomas er mörgum kunnur sem biblíuskólakennari hjá Livets Ord í Uppsölum en þar starfaði hann við góðan orðstýr til margra ára og var afar vinsæll af nemendum skólans.

Það verður spennandi að heyra hvað Thomas hefur fyrir okkur þessa helgi.

Ekki láta þig vanta, taktu með þér gesti.

ÞAÐ ERU ALLIR VELKOMNIR.

 

DAGSKRÁ

Föstudagur
Samkoma kl. 20:00

Laugardagur
Kennsla um skírn 14:00
Samkoma kl. 20:00

Sunnudagur
Samkoma kl. 20:00 / Skírn

Mánudagur
United samkoma kl. 20:00

 

Alfa námskeið

Við höfum öll spurningar
Það ættu allir að hafa tækifæri á að kanna kristna trú, spyrja spurninga og deila sýn sinni.

Hvað er Alfa?
Alfa er námskeið sem fjallar um undirstöður kristinnar trúar. Hver fyrirlestur fjallar um mismunandi spurningar varðandi trúna og er námskeiðið hannað til þess að mynda umræður um kristna trú á opinn hátt, þar sem allar skoðanir eiga rétt á sér.

Alfanámskeiðin eru haldin út um allan heim þar sem allir eru velkomnir. Á hverju kvöldi er matur, stuttur fyrirlestur og umræðuhópar þar sem þú getur deilt hugsunum þínum.

Hvað kostar það?
Námskeiðið kostar 6.000 kr.

Kynningarkvöld Alfa verður 20. september í Veginum kl. 19:00. Þar verður boðið upp á léttan kvöldverð og farið verður yfir efnið sem kennt er á námskeiðinu.

Námskeiðið byrjar 27. september kl. 19:00 og endar 6. desember.

Það eru allir velkomnir.

Nýir öldungar

Það er mikið gleðiefni að Sigurlaug "Gógó" Gunnarsdóttir og Daniel Linnér eru komin inn í öldungahóp Vegarins. Við bjóðum þau velkomin í hópinn.

Nýtt logo

Á aðalfundi Vegarins, miðvikudaginn 18 maí, kynntum við nýtt logo kirkjunnar. 

Það eru spennandi tímar framundan og nýtt logo er hluti af nýrri ásýnd kirkjunnar. Við viljum vera sýnileg og aðlaðandi kirkja þar sem fólk finnur að það er velkomið.

Bolir með nýja logoinu eru til sölu á samkomum kirkjunnar, sunnudögum kl. 20:00. 

Aðalfundur

Aðalfundur Vegarins verður haldinn Miðvikudaginn 17.05.2017 kl 20:00
Nánari dagskrá auglýst síðar

Páskasamkoma

Í dag, páskadag, fellur samkoman niður en verður í staðin á morgun, mánudag, kl. 20:00.

Það verður sameiginleg samkoma með United Reykjavík, með kröftugri lofgjörð og Hálfdán Gunnarsson talar til okkar, Dauði og upprisa Jesú: fyrir hvern?

Við hvetjum þig til að koma og taka einhvern með þér, af því að við elskum Guð og elskum fólk.

Það eru allir velkomnir.

Páskamót Vegarins 2017

TRÚ VON OG KÆRLEIKUR

Það er okkur gleðiefni að kynna Carl-Gustaf Severin sem ræðumann á páskamótinu okkar í Veginum. Carl-Gustaf er vel þekktur meðal okkar Íslendinga en hann hefur verið einn af leiðtogum Livets Ord kirkjunnar í Uppsala.

Carl-Gustaf Severin er virkilega brennandi fyrir þeim einstaklingum sem hafa ekki heyrt fagnaðarerindið um Jesú Krist og hafa þúsundir fengið lækningu og tekið á móti Jesú Kristi í gegnum þjónustu hans.

Hann er öflugur predikari og trúboði sem hefur haft allan heiminn sem starfsvettvang undanfarin 35 ár.

Samkomurnar verða 
Miðvikudagur 12.04 kl 20:00
Fimmtudagur 13.04 kl 20:00
Föstudagur 14.04 kl 20:00

Alfanámskeið II

Kynning á Alfanámskeiði 2, í Veginum Smiðjuveg 5 kl 19.00.

Léttur kvöldverður í boði og þú ert sérstaklega velkomin.

Spennandi námskeið um grundvöll Kristinar trúar.

Eftirtalin efni verða meðal annars tekin fyrir:
Nýtt hjarta, Nýr tilgangur, Ný afstaða, Ný ábyrgð, Ný vinátta,
Nýtt traust, Nýr metnaður, Nýr auður og Nýtt örlæti.

Það eru allir velkomnir

Demetria Stallings

Það er okkur heiður að kynna Demetriu Stallings sem aðalgest sameiginlegrar samkomu Vegarins og Smárakirkju sunnudaginn 15. janúar og sunnudaginn 22. janúar.

Demetria er magnaður spámaður og lofgjörðarleiðtogi. Hundruðir Íslendinga hafa fengið spámannlegt Orð í gegnum þjónustu hennar og er hún afar nákvæm þegar að spámannlegu Orði kemur.

Við erum með gífurlega eftirvæntingu fyrir þessum tveimur helgum sem hún verður með okkur. Láttu sjá þig á sameiginlegri samkomu okkar að Smiðjuveg 5 Kópavogi.

ATH BREYTTAN SAMKOMUTÍMA KL. 19.00 ÞESSAR TVÆR HELGAR.

Vegar appið

Nú er Vegar appið, síma app, tilbúið og virkar í bæði iphone og android símum.

Með Vegar appinu getur þú verið upplýstur um það sem er að gerast í Veginum.

Þú getur nálgast það sem er að gerast í kirkjunni, predikanir, viðburði og fleira. Þú getur tengst heimasíðu okkar, www.vegurinn.is og samfélagsmiðlum, facebook og instagram.

Hér getur þú tengst kirkjunni betur, sent inn bænarefni, fengið áminningu um það sem er að gerast og margt fleira.

Náðu í appið og vertu með í því sem er að gerast.

Alfa námskeið

Hvað er Alfa?

Alfa er námskeið sem fjallar um undirstöður kristinnar trúar

Fyrir hvern er Alfa?

Alfa er fyrir alla sem eru forvitnir. Námskeiðin eru hönnuð til þess að mynda umræður um undirstöður kristinnar trúar á opin hátt, þar sem allar skoðanir eiga rétta á sér. Öllum er frjálst að tjá sig eins og hver og einn hefur þörf fyrir.

Hvernig virkar Alfa?

Námskeiðið er í 11 vikur og inn í miðju námskeiði er tekin ein helgi þar sem er farið út úr bænum. Á hverju kvöldi er matur,

stuttur lestur og umræðuhópar þar sem þú getur deilt hugsunum þínum. Ef þér finnst Alfa ekki henta þér, þá getur þú hvenær sem er hætt á námskeiðinu.  

Hvað kostar það?

Námskeiðið kostar 6.000 kr.

Kynningarkvöld Alfa verður 21. september í Veginum kl. 19:00. Þar verður boðið upp á léttan kvöldverð og farið verður yfir efnið sem kennt er á námskeiðinu.

Námskeiðið byrjar 28. september kl. 19:00 

Það eru allir velkomnir

Thomas Jonsson

Helgina 16. - 18. septermber verður Thomas Jonsson gestur okkar í Veginum. Thomas er sannur vinur kirkjunnar og var síðast hjá okkur á páskamóti Vegarins, 2016.

Thomas er mörgum kunnur sem biblíuskólakennari hjá Livets Ord í Uppsölum en þar starfaði hann við góðan orðstýr til margra ára og var afar vinsæll af nemendum skólans.

Það verður spennandi að heyra hvað Thomas hefur fyrir okkur þessa helgi.

Ekki láta þig vanta, taktu með þér gesti.

ÞAÐ ERU ALLIR VELKOMNIR.

 

Samkomur:

Föstudagskvöld kl. 20:00.

Laugardagskvöld kl. 20:00.

Sunnudagskvöld kl. 20:00.

Vetrarstarfið komið af stað

Nú er vetrarstarfið komið á fullt skrið. 

Unglingastarfið færist frá fimmtudögum yfir á föstudaga og verður fyrsta föstudagssamkoman 2. september kl. 20:00. Hvetjum unglingana okkar til að mæta og taka þátt í spennandi unglingastarfi.

Barnastarfið hefur verið í sumarfríi en það byrjar aftur sunnudaginn 4. september kl. 11:00. Mætum með börnin okkar, barnabörn, frænkur og frændur og vini barnanna okkar.

Það er spennandi vetur framundan í öllum deildum kirkjunnar. Það eru allir velkomnir, við erum Vegurinn - kirkja fyrir þig.

Kick off

Helgina 26. - 28. ágúst verður Kick Off helgi í Veginum þar sem við göngum með krafti inn í vetrarstarfið.

Við erum full trúar, hugsum stórt og göngum út á vatnið.

Við trúum því að Guð sé með okkur og hafi stóra hluti fyrir kirkju Krists á Íslandi.

Tökum stöðu okkar, stöndum saman og tökum þátt í verki Guðs á Íslandi.

 

Föstudagur kl. 20:00

Samkoma - Hálfdán Gunnarsson

Laugardagur kl. 10:00-14:00

Leiðtogar kynna hin ýmsu störf innan kirkjunnar

Hádegismatur

Workshop - Vinnuhópar

Laugardagur kl. 20:00

Samkoma - Ólafur Haukur Ólafsson

Sunnudagur kl. 20:00

Samkoma - Hálfdán Gunnarsson

 

ÞAÐ ERU ALLIR VELKOMNIR

Nýr forstöðumaður Vegarins

Sunnudaginn 1. maí var Hálfdán Gunnarsson settur inn sem forstöðumaður Vegarins. Hálfdán Gunnarsson hefur verið í kirkjunni frá upphafi, farið í gegnum barnastarf og unglingastarf, verið unglingaleiðtogi og lofgjörðarleiðtogi. Hann er kvæntur Ásdísi Björgu Kristinsdóttur og eiga þau þrjár dætur.

Athöfnin var vel heppnuð og komu forstöðumenn og gestir úr öðrum kirkjum og sýndu stuðning og blessun.

Við óskum Hálfdáni til hamingju og óskum honum velferðar í þessu nýja starfi.