VIÐ ERUM ÖRLÁT KIRKJA

Vegurinn er byggð á gjöfum þeirra sem tilheyra kirkjunni. Að gefa er ekki eitthvað sem við verðum að gera, það er eitthvað sem við veljum að gera. Við trúum því að það sé meiri blessun í því að gefa en þiggja.

Það er Guðs vilji að við gefum af því sem við höfum, þannig að fleira fólk geti heyrt fagnaðarerindið. Þegar við gefum þá erum við að gefa eitthvað til baka til Guðs, fyrir allt sem hann hefur gefið okkur.

Við biðjum þig ekki bara að gefa, við leiðum með fordæmi. Við trúum á lögmál sáningar og uppskeru – Við uppskerum eins og við sáum og saman þá getum við haft áhrif á heiminn.

Biblían kennir okkur að gefa tíund. Þegar við gefum fyrstu 10% af tekjum okkar til kirkjunnar, setjum við Guð í fyrsta sæti í lífi okkar.

1

Það er Guðs vilji að við gefum af því sem við höfum.

Færið tíundina alla í forðabúrið svo að matföng séu til í húsi mínu. Reynið mig með þessu, segir Drottinn hersveitanna, og sjáið hvort ég lýk ekki upp flóðgáttum himins og helli yfir ykkur óþrjótandi blessun.
Malakí 3:10
2

Þegar við gefum inní kirkjuna, þá nálgumst við Guð meira.

Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.
Matteus 6:21
3

Þegar við gefum þá opnum við fyrir blessanir Guðs inní líf okkar.

En þetta segi ég: Sá sem sáir sparlega mun og sparlega uppskera og sá sem sáir ríflega mun og ríflega uppskera. Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.
2. Korintubréf 9:6-7

GEFÐU MEÐ AUR – 123 852 9555

Aur appið er einfalt og fljótlegt í notkun, þú þarft eingöngu að vita farsímanúmer okkar, 123 852 9555.

Aur appið er fyrir alla Android og iPhone farsímanotendur, óháð banka eða símafyrirtæki.

Þegar þú borgar með Aur er tekið út af kortinu þínu. Það kostar ekkert að borga með Aur ef þú skráir debetkort en kreditkort fylgir verðskrá Aurs.

Kortaupplýsingar eru geymdar hjá Borgun til að tryggja hámarksöryggi. Engar kortaupplýsingar eru geymdar hjá Aur.

1

Skráðu þig á Aur

Skráðu símanúmer og kortanúmer á Aur. Þá getur þú borgað með símanum þínum.
2

Upphæð

Þú opnar appið og slærð inn þá upphæð sem þú vilt gefa.
3

Símanúmer

Þú setur inn símanúmer, 123 852 9555, eða Vegurinn - Aur, sem þú hefur vistað sem tengilið.
4

Borga

Þú setur inn skýringu og borgar, þá færð þú kvittun fyrir greiðslunni.

ÞÚ GETUR LÍKA GEFIÐ Í GEGNUM HEIMABANKA

1

Banki 537-26-39317

2

Kt. 460384-0369

3

Við þökkum þér fyrir stuðninginn, Guð blessi þig.