VIÐ HVERJU MÁTTU BÚAST?

Aðalsamkomur kirkjunnar eru á sunnudögum kl. 17:00 þar sem allir eru velkomnir.

1

Samkoman er í kringum klukkustund, u.þ.b. 60-80 mín.

2

Kröftug lofgjörðartónlist

3

20-30 mín. prédikun sem er byggð á orði Guðs og hefur skilaboð inn í þjóðfélagið í dag

4

Fyrirbæn fyrir þá sem þess óska

FORSTÖÐUMAÐUR OG ÖLDUNGAR

Hálfdán Gunnarsson er forstöðumaður Vegarins. Hann fer fyrir kirkjunni og leiðir hana samkvæmt þeirri hugsjón sem Guð hefur gefið honum.

Með honum eru öldungar kirkjunnar, Ásdís Björg Kristinsdóttir, Gunnar Wiencke og Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir.

Hálfdán Gunnarsson

Forstöðumaður

Ásdís Björg Kristinsdóttir

Öldungur

Gunnar Wiencke

Öldungur

Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir

Öldungur

DAGSKRÁ

Sunnudagur
Kl. 17:00
Almenn samkoma
Mánudagur
Kl. 20:00
United Reykjavík
Þriðjudagur
Kl. 06:30
Bænastund
Miðvikudagur
Kl. 20:00
Bænastund
Föstudagur
Kl. 20:00 - 22:00
Unglingahópur / Unglinga Alfa

Barnakirkjan

Það er mikið fjör og mikið gaman þegar að við komum saman í barnakirkju Vegarins á sunnudögum kl. 17:00.

Barnakirkjan er miðuð að aldrinum 2-12 ára. Það er sameiginlegur söngur og gleði í upphafi stundar. Síðan er starfinu skipt upp og er boðið upp á biblíukennslu fyrir 9-12 á sama tíma og yngri krakkarnir fá léttari kennslu.

Verum dugleg að bjóða með okkur vinum og ættingjum. Það er blessun að fara með börnin okkar í kirkju.

Það eru öll börn hjartanlega velkomin.

Unglingastarf T4:12

Unglingarnir eru mikilvægur hlekkur í starfi kirkjunnar. Unglingarnir hafa alltaf verið duglegir að bjóða vinum og nýju fólki inn í kirkjuna og ýta þannig undir vöxt hennar.

Unglingarnir verða partur af heilbrigðum vinahópi sem er drifinn áfram að heilbrigðum gildum. Eitthvað sem virðist vanta inn í unglingadeildir skólanna nú til dags. Í unglingastarfi Vegarins er séð til þess að helstu þörfum unglingsins sé mætt, vinátta, virðing fyrir sjálfum sér og öðrum, þrá til að þroskast og verða betri í dag en í gær.

Í unglingastarfinu þá skemmtum við okkur og brosum því að lífið er þess virði og allt þetta er mögulegt fyrir náð Guðs.

Nafn unglingastarfsins er T4:12 og er tilvísun í 4. kafla og 12. vers í fyrra bréfi Páls til Tímóteusar en þar segir: „Lát engan líta smáum augum á æsku þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði og hegðun, í kærleika, trú og hreinlífi.

Unglingastarfið er á föstudagskvöldum kl.20:00-22:00 og allir unglingar frá 13 ára aldri eru hjartanlega velkomnir.