Vetrarstarfið komið af stað

Nú er vetrarstarfið komið á fullt skrið. 

Unglingastarfið færist frá fimmtudögum yfir á föstudaga og verður fyrsta föstudagssamkoman 2. september kl. 20:00. Hvetjum unglingana okkar til að mæta og taka þátt í spennandi unglingastarfi.

Barnastarfið hefur verið í sumarfríi en það byrjar aftur sunnudaginn 4. september kl. 11:00. Mætum með börnin okkar, barnabörn, frænkur og frændur og vini barnanna okkar.

Það er spennandi vetur framundan í öllum deildum kirkjunnar. Það eru allir velkomnir, við erum Vegurinn - kirkja fyrir þig.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *