TILGANGUR

Tilgangur okkar er að ná til fólks og leiða það til trúar á Jesú Krist. Að vera kirkja sem hefur áhrif á umhverfi okkar með Jesú Krist að leiðarljósi.
Að breyta hugarfari og gera fólk hæft til að vinna Guðs verk og byggja upp kirkjuna, líkama Krists.
Að vera lifandi samfélag trúaðra sem leitast eftir að endurspegla kærleika Krists til hvors annars og til allra manna.
Hvar sem þú ert í lífinu þá hefur þú tilgang og skiptir máli. Við viljum hjálpa þér að verða sá einstaklingur sem Guð hefur skapað þig til að vera.

ELSKUM GUÐ – ELSKUM FÓLK

Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“
Matteus 28:18-20