Páskamót Vegarins 2017

TRÚ VON OG KÆRLEIKUR

Það er okkur gleðiefni að kynna Carl-Gustaf Severin sem ræðumann á páskamótinu okkar í Veginum. Carl-Gustaf er vel þekktur meðal okkar Íslendinga en hann hefur verið einn af leiðtogum Livets Ord kirkjunnar í Uppsala.

Carl-Gustaf Severin er virkilega brennandi fyrir þeim einstaklingum sem hafa ekki heyrt fagnaðarerindið um Jesú Krist og hafa þúsundir fengið lækningu og tekið á móti Jesú Kristi í gegnum þjónustu hans.

Hann er öflugur predikari og trúboði sem hefur haft allan heiminn sem starfsvettvang undanfarin 35 ár.

Samkomurnar verða 
Miðvikudagur 12.04 kl 20:00
Fimmtudagur 13.04 kl 20:00
Föstudagur 14.04 kl 20:00

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *