Nýr forstöðumaður Vegarins

Sunnudaginn 1. maí var Hálfdán Gunnarsson settur inn sem forstöðumaður Vegarins. Hálfdán Gunnarsson hefur verið í kirkjunni frá upphafi, farið í gegnum barnastarf og unglingastarf, verið unglingaleiðtogi og lofgjörðarleiðtogi. Hann er kvæntur Ásdísi Björgu Kristinsdóttur og eiga þau þrjár dætur.

Athöfnin var vel heppnuð og komu forstöðumenn og gestir úr öðrum kirkjum og sýndu stuðning og blessun.

Við óskum Hálfdáni til hamingju og óskum honum velferðar í þessu nýja starfi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *