Alfa námskeið

Hvað er Alfa?

Alfa er námskeið sem fjallar um undirstöður kristinnar trúar

Fyrir hvern er Alfa?

Alfa er fyrir alla sem eru forvitnir. Námskeiðin eru hönnuð til þess að mynda umræður um undirstöður kristinnar trúar á opin hátt, þar sem allar skoðanir eiga rétta á sér. Öllum er frjálst að tjá sig eins og hver og einn hefur þörf fyrir.

Hvernig virkar Alfa?

Námskeiðið er í 11 vikur og inn í miðju námskeiði er tekin ein helgi þar sem er farið út úr bænum. Á hverju kvöldi er matur,

stuttur lestur og umræðuhópar þar sem þú getur deilt hugsunum þínum. Ef þér finnst Alfa ekki henta þér, þá getur þú hvenær sem er hætt á námskeiðinu.  

Hvað kostar það?

Námskeiðið kostar 6.000 kr.

Kynningarkvöld Alfa verður 21. september í Veginum kl. 19:00. Þar verður boðið upp á léttan kvöldverð og farið verður yfir efnið sem kennt er á námskeiðinu.

Námskeiðið byrjar 28. september kl. 19:00 

Það eru allir velkomnir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *