Alfa námskeið

Við höfum öll spurningar
Það ættu allir að hafa tækifæri á að kanna kristna trú, spyrja spurninga og deila sýn sinni.

Hvað er Alfa?
Alfa er námskeið sem fjallar um undirstöður kristinnar trúar. Hver fyrirlestur fjallar um mismunandi spurningar varðandi trúna og er námskeiðið hannað til þess að mynda umræður um kristna trú á opinn hátt, þar sem allar skoðanir eiga rétt á sér.

Alfanámskeiðin eru haldin út um allan heim þar sem allir eru velkomnir. Á hverju kvöldi er matur, stuttur fyrirlestur og umræðuhópar þar sem þú getur deilt hugsunum þínum.

Hvað kostar það?
Námskeiðið kostar 6.000 kr.

Kynningarkvöld Alfa verður 20. september í Veginum kl. 19:00. Þar verður boðið upp á léttan kvöldverð og farið verður yfir efnið sem kennt er á námskeiðinu.

Námskeiðið byrjar 27. september kl. 19:00 og endar 6. desember.

Það eru allir velkomnir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *